fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Hún er sögð hafa fundið kynlífsþræla fyrir Epstein – Nú er hún horfin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 05:45

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er sökuð um að hafa fundið unga kynlífsþræla fyrir Jeffery Epstein, sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. En eftir dauða Epstein er eins og hún hafi gufað upp.

I nýjum þáttum Jeffery Epstein: Filty Rich, sem sýndir hafa verið á Netflix er hinni 58 ára gömlu Ghislaine Maxwell lýst sem einni af lykilpersónunum í Epstein-hneykslinu. Hún hvarf nokkrum dögum eftir að Jeffery Epstein lést í fangaklefa sínum.

Í þáttunum segja mörg fórnarlambanna að að hin 58 ára gamla kona hafi verið hægri hönd milljónamæringsins og samkvæmt þeim var það hlutverki Ghislane Maxwell að finna margar af þeim ungu stúlkum sem Epstein stundaðu kynlíf með. Norska sjónvarpsstöðin TV 2 skýrir frá þessu.

Ghislaine Maxwell, hefur því samkvæmt fórnarlömbunum sinnt mikilvægu hlutverki í málinu, og er þess vegna talin mikilvægt vitni um glæpi Epstein. Einnig er talið að Maxwell geti upplýst um hvaða aðrir áhrifamiklir aðilar hafi átt aðild að glæpunum. Ef það væri hægt að finna hana,  það er að segja.

Jeffrey Epstein.

Samkvæmt TV 2, tilheyrir Maxwell hinni bresku yfirstétt, en hún er dóttir hins umdeilda fjölmiðlamanns Robert Maxwell, en hann er sagður hafa framið sjálfsmorð árið 1991. Áður en hún kynntist Jeffery Epstein vann Ghislaine í mörgum af fyrirtækjum föður síns, en eftir dauða föðurins flutti hún til New York. Hún var ekki búin að vera lengi í New York áður en hún fór að sjást opinberlega í fylgd Jeffery Epstein. Þau sáust fyrst saman í veislu hjá Donald Trump árið 1992. Samkvæmt þáttunum voru þau par, en sambandinu lauk þegar Epstein vildi ekki giftast henni.

Eftir að Epstein var dæmdur fyrir ofbeldi gegn ungri stúlku, árið 2008, sást Ghislaine Epstein ekki lengur opinberlega með Epstein. Árið 2011 sendi hún frá sér yfirlýsingu í gengum lögfræðing sinn þar sem hún sagðist ekkert vita um glæpi Jeffery Epstein.

Það hafa gengið margar sögur um það hvar Ghislaine Maxwell geti verið, en ekki hefur verið hægt að staðfesta neinar þeirra. Margir segja að það sé ómögulegt að finna hana. Vinkona hennar til margra ára, Victoria Hervey, segist ekki hafa séð Maxwell síðan í september og telur hún að það verði ekki hægt að finna hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð