fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kínverskir lúxusneytendur vekja nýja von

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 22:00

Ætli þeir kaupi lúxusbíla á borð við Porsche?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að verslun hafði stöðvast um allan heim í kjölfar kórónafaraldursins, hafa kínverskir lúxusneytendur dregið greiðslukortin fram að nýju. Kínverskir neytendur lúxusvara eru farnir að kaupa dýrar merkjavörur, svo sem veski, skó og skínandi demanta, að nýju. Þetta gerist eftir að kórónafaraldurinn stöðvaði verslun um allan heim og neyddi fólk til þess að halda sig heima. Nú vekja kínverskir neytendur dýrra lúxusvara von um að neysla sé að aukast að nýju. CNN skýrir frá þessu.

Samkvæmt CNN skýrðu margir framleiðendur dýrra merkjavara frá því að sala hefði farið að aukast strax í vor og að sérstaklega síðastliðinn mánuð hefðu þeir orðið varir við aukna eftirspurn og að fleiri væru að versla.

Meðal þessara fyrirtækja voru framleiðendur hins þekkta merkis Burberry, en fyrirtækið greindi frá því að sala þess á fötum, töskum og öðrum fylgihlutum í Kína væri þegar orðin meiri en undanfarin ár og hún væri enn að aukast. Úraframleiðandinn Swiss og skartgriparisinn Richemont greina einnig frá því að kínverski markaðurinn hafi á uppleið síðustu vikur og að eftirspurn þar hafi aukist.

Samkvæmt þeim sérfræðingum sem rætt var við, eyða kínverskir neytendur líklega meira í lúxusvörur í heimalandinu, vegna þeirra ferðatakmarkana sem gera fólki sem vill ferðast til útlanda enn erfitt fyrir, í stað þess að fara í frí til útlandi kaupa fólk kannski Chanel-tösku. Sérfræðingar segja að það sama sé uppi á teningnum í Suður-Kóreu og segja þeir þetta benda til þess að markaðurinn sé á uppleið, upp að vissu marki, um allan heim.

Uppsveiflan í Kína er mikilvæg, samkvæmt CNN, vegna þess að neytendur lúxusvara skipta miklu máli fyrir alþjóðamarkaðinn, en samkvæmt miðlinum eru neytendur lúxusvara ábyrgir fyrir um 35% af allri sölu í heiminum. Sérfræðingarnir taka það þó fram að þessi aukning í Kína bæti ekki upp fyrir það tap sem þessi fyrirtæki hafa orðið fyrir síðan faraldurinn skall á heiminum og að sala þeirra á heimsvísu sé langt undir meðaltali síðustu ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki