Samkvæmt CNN skýrðu margir framleiðendur dýrra merkjavara frá því að sala hefði farið að aukast strax í vor og að sérstaklega síðastliðinn mánuð hefðu þeir orðið varir við aukna eftirspurn og að fleiri væru að versla.
Meðal þessara fyrirtækja voru framleiðendur hins þekkta merkis Burberry, en fyrirtækið greindi frá því að sala þess á fötum, töskum og öðrum fylgihlutum í Kína væri þegar orðin meiri en undanfarin ár og hún væri enn að aukast. Úraframleiðandinn Swiss og skartgriparisinn Richemont greina einnig frá því að kínverski markaðurinn hafi á uppleið síðustu vikur og að eftirspurn þar hafi aukist.
Samkvæmt þeim sérfræðingum sem rætt var við, eyða kínverskir neytendur líklega meira í lúxusvörur í heimalandinu, vegna þeirra ferðatakmarkana sem gera fólki sem vill ferðast til útlanda enn erfitt fyrir, í stað þess að fara í frí til útlandi kaupa fólk kannski Chanel-tösku. Sérfræðingar segja að það sama sé uppi á teningnum í Suður-Kóreu og segja þeir þetta benda til þess að markaðurinn sé á uppleið, upp að vissu marki, um allan heim.
Uppsveiflan í Kína er mikilvæg, samkvæmt CNN, vegna þess að neytendur lúxusvara skipta miklu máli fyrir alþjóðamarkaðinn, en samkvæmt miðlinum eru neytendur lúxusvara ábyrgir fyrir um 35% af allri sölu í heiminum. Sérfræðingarnir taka það þó fram að þessi aukning í Kína bæti ekki upp fyrir það tap sem þessi fyrirtæki hafa orðið fyrir síðan faraldurinn skall á heiminum og að sala þeirra á heimsvísu sé langt undir meðaltali síðustu ára.