fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Í fyrsta sinn í áratugi – Sykurneysla heimsins dregst saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 20:00

Gosdósir springa vegna mikils hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt gosglas, fullur poki af nammi og feitt poppkorn fylgir því yfirleitt að fara í bíó eða eyða kvöldi með vinunum. Árum saman hafa ríkisstjórnir, læknar og hinir ýmsu heilbrigðissérfræðingar reynt að draga úr neyslu sykurs um allan heim. Nú bendir allt til þess að kórónuveirufaraldurinn og lokun veitingastaða, bíóhúsa og aflýsingar á íþróttaviðburðum hafi gert það sem engum hefur tekist fram að þessu.

Í fyrsta sinn í fjóra áratugi er útlit fyrir að neysla sykurs á heimsvísu hafi dregist saman, Bloomberg skýrir frá þessu. Samkvæmt miðlinum hefur sala á gosdrykkjum og sælgæti minnkað hjá meðal annars Coca-Cola og Nestle.

Á fyrstu þremur vikum apríl féll salan hjá Coca-Cola um 25%. Fyrirtækið hefur einnig greint frá því að kórónuveirufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á annan ársfjórðung þessa árs. Neysla utan heimilisins er yfirleitt meiri en hún er innan þess. Sérfræðingur hjá matvælafyrirtækinu Czarnikow Group í London segir að fólki finnst ekkert mál að drekka heilan lítra af gosi í bíó, en myndi sennilega ekki drekka svo mikið gos yfir Netflix heima í stofu.

Samkvæmt Bloomberg hefur salan einnig dregist saman hjá Pepsi á öðrum ársfjórðungi og sérfræðingar telja að sykurneysla muni minnka um 1,2 % á heimsvísu í ár, það samsvarar tæplega 170 milljónum tonna af sykri.

Enn er óljóst hve hratt sykurneyslan mun aukast aftur eftir opnun veitingastaða og bíóhúsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast