fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný bók varpar ljósi á af hverju Melania flutti ekki strax í Hvíta húsið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 05:40

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún vildi vera í New York til að sonurinn Brandon gæti lokið námi í skólanum sínum. Þetta sagði Melania Trump 2017 þegar hún flutti ekki með eiginmanni sínum, Donald Trump, í Hvíta húsið þegar hann tók við forsetaembættinu. En sannleikurinn var kannski allt annar.

Að minnsta kosti ef marka má nýja bók um forsetafrúna. Bókin heitir „The Art of Her Deal“ og er eftir Mary Jordan blaðamann hjá Washington Post. Hún heldur því fram í bókinni að Melania hafi orðið eftir í Trump Tower á Manhattan því hún hafi viljað semja á nýjan leik við Trump um kaupmála þeirra en opinberlega var látið líta út fyrir að hún væri umhyggjusöm móðir sem væri að annast son sinn.

En í bókinni segir að í raun hafi hún verið að reyna að tryggja Brandon og sér sjálfri betri framtíð.

Það vakti athygli, hneykslun og umræðu þegar Melania flutti ekki í Hvíta húsið eins og venja er. Þetta þýddi aukin útgjöld hins opinbera vegna öryggisgæslu við heimili hennar í New York og að hún gat ekki strax komið sér inn í hlutverk forsetafrúar. Ivanka Trump, elsta dóttir Trump, tók því það hlutverk að sér í upphafi.

Jordan segir í bókinni, sem hún byggir á mörg hundruð viðtölum, að Melania hafi í raun verið að þrýsta á Trump um að breyta kaupmála þeirra til að tryggja fjárhagslega framtíð sína betur. Hún vildi einnig tryggja stöðu Brandon innan fjölskyldunnar og að hann skyldi fá sanngjarnan hlut af arfinum eftir Trump og stöðu innan fyrirtækjasamsteypu hans til jafns við önnur börn forsetans.

„Hún vildi fá skriflega staðfestingu hvað varðar fjármál og arf og að Baron verði meðhöndlaður eins og önnur börn Trump.“

Segir í bókinni. Auk þess kemur fram að Melania, sem er feimin, sé mun pólitískari og virkari í að skapa sína eigin ímynd en ætla megi miðað við framkomu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?