fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

150 milljóna króna reikningur eftir sjúkrahúsdvöl vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur maður, sem var nærri því að deyja af völdum COVID-19, hefur fengið reikning upp á 1,1 milljón dollara, sem svarar til um 150 milljóna íslenskra króna, vegna sjúkrahúskostnaðar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Seattle í byrjun mars og var þar í 62 daga. Um tíma var hann svo hætt kominn að eiginkona hans og börn kvöddu hann símleiðis. En hann jafnaði sig.

Samkvæmt frétt Seattle Times þá hefur maðurinn nú fengið reikning, sem er 181 síða, þar sem kemur fram að lega á gjörgæsludeild kosti 9.700 dollara á sólarhring. Það kostaði 409.000 dollara að sótthreinsa herbergið hans í 42 daga og í þá tvo daga sem hann var við það að deyja kostaði umönnun hans 100.000 dollara.

Seattle Times segir að vegna þess að maður er með sjúkratrygginguna Medicare þá þurfi hann væntanlega ekki að greiða alla upphæðina sjálfur.

„Það kostaði rúmlega milljón dollara að bjarga lífi mínu og ég segi að þeim peningum sé vel varið. En ég veit að ég er kannski sá eini sem er þeirrar skoðunar.“

Hefur blaðið eftir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað