Þeir sem ætluðu að ferðast með flugfélögunum í mars fá ferðirnar endurgreiddar nú í júní. Þeir sem ætluðu að ferðast með félögunum í apríl og maí fá ekki endurgreitt fyrr en í haust. Bergens Tidende skýrir frá þessu.
SAS skuldar farþegum meira en félagið á í reiðufé en John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, segir öruggt að allir þeir fái endurgreitt sem þess óska. Í því sambandi bendir hann á að yfirvöld í Svíþjóð og Danmörku hafi veitt félaginu lán upp á sem svarar til um 40 milljarða íslenskra króna. Að auki vinnur SAS nú eftir áætlun sem á að færa félaginu meira fé.
Upplýsingafulltrúi Norwegian vildi ekki upplýsa hversu mikið félagið skuldar viðskiptavinum sínum en sérfræðingar telja það vera sem svarar til 26 til 52 milljarða íslenskra króna.