Buten und binnen skýrir frá þessu.
„Hótelið okkar er með mikið af einstakri hönnun. Við viljum því benda á að innviðir þess henta ekki fólki sem vegur meira en 130 kíló.“
Eitthvað á þessa leið stendur nú í reglum hótelsins. Einnig kemur fram að bannað sé að reykja á hótelinu og að ekki sé tekið við gestum undir 18 ára.
Þegar Hargesheimer var spurð af hverju hún hafi sett reglur um hámarksþyngd sagði hún að meðal annars væri hótelið með sérhannaða stóla sem væru klassískir. Ef einhver þyngri en 130 kíló reyni að setjast á þá sé bara pláss fyrir eina rasskinn og stólinn brotni fljótlega.
Friedrich Schorb, hjá háskólanum í Bremen, sem hefur unnið að rannsóknum á mismunum í garð of þungs fólks er ekki sáttur við þetta. Í samtali við Buten und binnen líkti hann þessu við mismunun í garð samkynhneigðra.
„Ekkert hótel myndi þora að skrifa: „Við viljum ekki samkynhneigða.“ En þetta öfgafulla dæmi sýnir bara að þyngdarmismunun fær ekki sömu athygli.“