Nýleg uppgötvun varpar þó örlitlu ljósi á sögu hvíthákarla. Vísindamenn fundu sannanir fyrir að í Coquimbo í Chile hafi verið uppeldisstöð hvíthákarla. Talið er að þar hafi hákarlar hafst við fyrir um 2,5 til 5 milljónum ára. Fjallað er um þetta í Scientific Reports.
Hópur vísindamanna, undir stjórn Jaime A. Villafana hjá Vínarháskóla, rannsakaði tennur hvíthákarla, sem fundust á þremur stöðum í Suður-Ameríku. Þeir komust að því að tennurnar frá Coquimbo voru úr ungum dýrum.
Vitað er að hvíthákarlar ala afkvæmi sín upp í einhverskonar vöggustofum á grunnsævi. Þar gæta fullorðin dýr afkvæmanna og verja þau fyrir rándýrum þar til þau eru orðin nægilega stór til að geta séð um sig sjálf.
Hvíthákarlar verða kynþroska á milli tvítugs og þrítugs og geta orðið rúmlega 60 ára.
Út frá rannsóknum á tönnunum gátu vísindamennirnir ályktað að hvíthákarlar hafi haft fyrrgreindan hátt varðandi vöggustofuuppeldi á í milljónir ára.
Í dag er vitað um nokkrar vöggustofur hvíthákarla, þar á meðal eina undan ströndum New York. Hún uppgötvaðist 2016 og var það fyrsta uppeldisstöðin í Norður-Atlantshafi sem fannst.