Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið unnin fyrir US Centers for Disease Control and Prevention. Niðurstöðurnar sýna að 39% aðspurðra sögðust hafa gripið til heilsufarslegra aðgerða sem stofnunin telur hættulegar. Rannsóknin var gerð í maí, skömmu eftir að Donald Trump, forseti, varpaði þeirri spurningu fram hvort það gæti unnið á kórónuveirunni að innbyrða klór.
502 tóku þátt í rannsókninni. 19% sögðust hafa sett klór á mat, þar á meðal ávexti og grænmeti, 18% sögðust hafa notað þrifaefni, sem eru ætluð til heimilisþrifa, og sótthreinsandi efni á húð sína. 4% höfðu drukkið eða skolað munninn með klór, sápuvatni eða sótthreinsiefnum. 6% höfðu andað að sér gufum frá þrifaefnum eða sótthreinsiefnum. 10% sögðust hafa sett hreinsi- eða sótthreinsiefni á líkama sinn. Sérfræðingar hafa varað mjög við þessu.