fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Margir úr þjóðvarðliðinu smitaðir af kórónuveirunni eftir mótmæli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 06:00

Frá mótmælum í Washington. Mynd:EPA-EFE/SAMUEL CORUM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermenn í þjóðvarðliðinu í Washington D.C. hafa greinst smitaðir af kórónaveirunni.  Þetta gerðist eftir að þeir höfðu verið á vakt við mótmæli í höfuðborginni síðustu daga. Talskona þjóðvarðliðsins, Brooke Davis, segir að til að tryggja starfsöryggi sé ekki hægt að upplýsa um fjölda smitaðra.

Hún segir staðfest sé að smit hafi greinst hjá hluta þeirra 1.700 hermanna sem stóðu vörð vegna mótmælanna sem fram fóru gegn lögregluofbeldi og kynþáttahatri í kjölfarið á andláti George Floyd hinn 25. maí síðastliðinn. George Floyd lést eftir að lögregluþjónn í Minneapolis þrýsti hné sína að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur við handtöku. Mótmælin hafa meðal annars farið fram við Hvíta húsið.

Þjóðvarðliðið var fyrst kallað út af borgarstjóranum í Washington D.C. og síðar af alríkisstjórninni til að koma í veg fyrir óeirðir og gripdeildir.

Brooke Davis segir að hermennirnir hafi greinst smitaðir bæði fyrir og eftir mótmælin. Margir mótmælendanna voru með grímur, en þó voru nokkrir sem ekki báru grímu. Einnig voru margir úr hópi lögreglunnar og hermanna sem ekki báru grímur. Hún segir að þjóðvarðliðið hafi haldið fjarlægð og notað varnarbúnað eins og hægt hafi verði.

Næstum 112 þúsund hafa látist af völdum kórónaveirunnar í Bandaríkjunum, eftir að veiran barst þaðan frá Kína og Evrópu. Af þeim 7,2 milljónum sem smitast hafa, erum um 2 milljónir í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast