WHO segir að Finnar hafi sýnt fram á að það sé hægt að mjakast nær reyklausu samfélagi án þess að fólk snúi sér að öðrum valkostum á borð við rafrettur.
Á síðustu 20 árum hefur reykingafólki í Finnlandi fækkað úr því að vera um fjórðungur þjóðarinnar í 14%. Þá er átt við þá sem reykja daglega. Samtímis hefur tekist að halda fjölda þeirra sem nota rafrettur niðri en aðeins um 1% þjóðarinnar notar rafrettur.
„Finnar hafa sýnt að það er hægt að draga úr fjölda reykingamanna án þess að notendum rafretta fjölgi samtímis.“
Segir í yfirlýsingu frá WHO.
Fyrir tíu árum var gripið til metnaðarfullra aðgerða, sem byggja á lagasetningu, sem eiga að gera út af við reykingar í landinu fyrir 2040. Fyrir fjórum árum var bætt við lögin til að sporna við notkun rafretta. Þá var bannað að auglýsa rafrettur og aldurstakmark var sett á kaup á þeim og vörum þeim tengdum. Einnig var bannað að selja tóbak með bragði í rafretturnar.