fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

WHO hrósar Finnum fyrir aðgerðir gegn reykingum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 18:32

Reykingar eru mjög hættulegar fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hrósar Finnum fyrir árangur þeirra í baráttunni gegn reykingum. Þarlendum yfirvöldum hefur tekist að takmarka vöxt rafrettureykinga og um leið hefur þeim sem reykja fækkað.

WHO segir að Finnar hafi sýnt fram á að það sé hægt að mjakast nær reyklausu samfélagi án þess að fólk snúi sér að öðrum valkostum á borð við rafrettur.

Á síðustu 20 árum hefur reykingafólki í Finnlandi fækkað úr því að vera um fjórðungur þjóðarinnar í 14%. Þá er átt við þá sem reykja daglega. Samtímis hefur tekist að halda fjölda þeirra sem nota rafrettur niðri en aðeins um 1% þjóðarinnar notar rafrettur.

„Finnar hafa sýnt að það er hægt að draga úr fjölda reykingamanna án þess að notendum rafretta fjölgi samtímis.“

Segir í yfirlýsingu frá WHO.

Fyrir tíu árum var gripið til metnaðarfullra aðgerða, sem byggja á lagasetningu, sem eiga að gera út af við reykingar í landinu fyrir 2040. Fyrir fjórum árum var bætt við lögin til að sporna við notkun rafretta. Þá var bannað að auglýsa rafrettur og aldurstakmark var sett á kaup á þeim og vörum þeim tengdum. Einnig var bannað að selja tóbak með bragði í rafretturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga