fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Beið í níu daga áður en hann þorði að segja lækninum hvað hann hafði gert

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 05:50

Svona leit þetta út á mynd. Mynd:Walliul Islam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku leitaði þrítugur maður til indversks læknis, Walliul Islam, vegna magaverkja. Hann sagðist hafa fundið til verkja síðustu fimm daga. Þegar maðurinn var skorinn upp kom í ljós hvað hrjáði hann.

Teknar voru röntgenmyndir af manninum, sem sýndu óþekktan hlut í neðri hluta kviðarholsins. Við speglun kom í ljós að um hleðslusnúru var að ræða. Þrátt fyrir að gerð hafi verið aðgerð á þarmakerfi mannsins fannst snúran ekki.

„Hann leitaði til mín og kvartaði yfir miklum magaverkjum. Röntgenmyndir sýndu að það var eitthvað í neðarlega í kviðarholinu og speglun leiddi í ljós að það var snúra. Ég gerði aðgerð á honum fyrir nokkrum dögum en fann ekkert, hvorki í maganum né þörmum“, segir læknirinn.

Það var ekki fyrr en eftir hina mislukkuðu aðgerð sem sjúklingurinn þorði að segja frá því hvar snúran var, í blöðrunni. Læknirinn segir að hann  hefði viljað að sjúklingurinn hefði sagt satt og rétt frá strax í upphafi, að hann hefði þrætt snúruna upp þvagrásina. Læknirinn segir einnig að ekkert bendi til geðrænna vandamála hjá sjúklingnum, hann hafði einfaldlega gert þetta í kynferðislegum tilgangi.

Hleðslusnúran í maganum. Mynd:Walliul Islam

Á Facebook síðu sinni, þar sem hann hefur birt bæði myndir og myndband frá aðgerðinni segir Walliul Islam að starf hans hætti aldrei að koma honum á óvart. „Með 25 ára reynslu sem skurðlæknir verð ég enn hissa og hneykslaður á atburðum sem þessum, þar sem virkilega reynir á hæfileika mína sem skurðlæknir“, segir hann.

Gekk fulllangt

Maðurinn þurfti að gangast undir aðra skurðaðgerð, en sú aðgerð tók um 45 mínútur, það þurfti fimm skurðlækna til þess að ná snúrunni út. Walliul Islam segir að snúra hafi verið fjarlægð og að sjúklingurinn sé á batavegi, en hann hefði getað sloppið við aðgerðina, hefði hann bara sagt satt og rétt frá í upphafi. Þá hefði verið hægt að draga snúruna út, sömu leið og henni var troðið inn.

Fólk gerir ýmislegt til að fá kynferðislega fullnægingu, en þessi maður gekk fulllangt, segir læknirinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann