fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ættfræðirannsókn leysti 16 ára gamalt sænskt morðmál í gær – Myrti barn og kennara

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 05:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun handtók lögreglan mann grunaðan um að hafa myrt átta ára dreng og 56 ára konu árið 2004. Maðurinn játaði sök í málinu í yfirheyrslum síðdegis í gær. Hægt var að leysa málið aðstoð nýrrar DNA-skrár yfirvalda og með ættfræðirannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðferð verður til þess að morðmál leysist í Svíþjóð en hún hefur verið töluvert notuð í Bandaríkjunum.

Sænskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Það var á októbermorgni 2004 sem Mohamad Ammouri, 8 ára, og Anna-Lena Svenson, 56 ára kennari, voru myrt í Linköping. Mohamad var stunginn til bana þegar hann var á leið í skóla og skömmu síðar var Anna-Lena stungin til bana með sama hníf.

Lögreglan hefur rannsakað málið í 16 ár og nú tókst loks að leysa það. Hinn handtekni er fæddur 1983 og er frá Linköping.

Með aðstoð fingrafara og flókins tölvuforrits tókst lögreglunni að finna fjarskylda ættingja morðingjans. Með þessari aðferð tókst að gera ættartré sem nær allt aftur til átjándu aldar. Í framhaldi af því tókst að tengja það við morðingjann. Peter Sjölund, ættfræðingur, sagði í samtali við Dagens Nyheter að þessi aðferð sé meiri bylting en fingrafararannsóknir og að þetta verði líklega viðtekin rannsóknaraðferð í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin