fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Kom heim úr fríi óafvitandi um heimsfaraldur kórónuveiru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 06:00

Daniel Thorson. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. maí sneri Bandaríkjamaðurinn Daniel Thorson heim úr svokölluðu „silent retreat“ í afskekktum kofa í norðvesturhluta Vermont. Þar hafði hann verið í tvo og hálfan mánuð án þess að eiga í nokkrum samskiptum við umheiminn. Hann hafði því enga hugmynd um hvað gerðist í heiminum allan þennan tíma.

Boston News skýrir frá þessu.

Þessi 33 ára maður er félagi í klaustursfélagi búddista og fór í þessa einangrun til að geta einbeitt sér að trúariðkun sinni. Hann vissi vel af kórónuveirunni þegar hann lokaði sig frá umheiminum um miðjan mars en þá voru aðeins rúmlega 1.000 smit staðfest í Bandaríkjunum. Þegar hann sneri aftur til byggða var búið að staðfesta rúmlega 1,5 milljónir smita í Bandaríkjunum.

„Ég hugsaði með mér: „Verður þetta eins og í Mad Max? Erum við þau síðustu á lífi? Hvernig gengur mannkyninu?“

Hefur Boston News eftir honum um hugleiðingar hans í einangruninni en þar lagði hann stund á hugleiðslu.

Hann sagði að sér hafi því létt þegar hann sneri til byggða og labbaði fram hjá bensínstöð þar sem fólk var á ferli. En það runnu á hann tvær grímur þegar hann gekk inn í stórmarkaðinn. Hann þekkti nefnilega ekki til hugmyndafræðinnar um að fólk ætti að halda sig fjarri öðru fólki. Hann skildi því ekkert í því hvað fólk hélt um hann þegar það nánast stökk til hliðar þegar hann kom gangandi. Hann tók einnig eftir því að fólk horfði mikið í kringum sig, eins og það væri alltaf að leita að einhverri hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?