fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa eyðilagt 46.000 ára helgistað ástralskra frumbyggja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 12:10

Juukan Gorge svæðið. Mynd:Puutu Kunti Kurrama And Pinikura Aboriginal Corporation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Námufyrirtækið Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa sprengt 46.000 ára helgistað ástralskra frumbyggja í Juukan Gorge, í vesturhluta Ástralíu, í loft upp þegar verið var að stækka járngrýtisnámu.

Tvö hellakerfi voru sprengd en í þeim voru mannvistaleifar sem bentu til að fólk hefði hafst við þar í tugi þúsunda ára. CNN segir að meðal annars hafi fundist 4.000 ára gömul verkfæri þar og 7.000 aðrir hlutir.

Rio Tinto er eitt stærsta námuvinnslufyrirtæki heims og er það með umfangsmikla starfsemi í Ástralíu. Járngrýtisvinnsla stendur undir um helmingi tekna fyrirtækisins.

Helgistaðurinn var sprengdur þann 24. maí  eftir sjö ára baráttu frumbyggja við að vernda staðinn. Í tilkynningu sem Rio Tinto sendi frá sér á sunnudaginn segir að fyrirtækið harmi að hafa eyðilagt helgistaðinn og þá þjáningu sem það hafi valdið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta manns létust þegar þrífa átti 150 ára gamlan brunn

Átta manns létust þegar þrífa átti 150 ára gamlan brunn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast