fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Fituríkar mjólkurvörur eru hollari en fitulitlar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 18:35

Fituríkar eða fitulitlar mjólkurvörur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem neytir fituríkra mjólkurvara er með lægri blóðþrýsting, minni blóðsykur og minna af hættulegri líkamsfitu en samanburðarhópar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær eru ekki óumdeildar.

BMJ birti nýlega nýja rannsókn sem bendir til að mjólkurfita geti verið holl. Alþjóðlegt teymi vísindamanna fór í gegnum heilbrigðisupplýsingar tæplega 150.000 manns í 21 landi. Meðal niðurstaðna þeirra er að þeir sem borða fituríkar mjólkurvörur séu síður í hættu á að fá sykursýki, hjartsláttartruflanir og aðra sjúkdóma.

Greinilegasti munurinn var hjá þeim sem neyttu tveggja eða fleiri skammta af fituríkum mjólkurvörum á borð við nýmjólk, rjóma og smjör. Samanburðurinn var gerður við fólk sem ekki neytti mjólkurafurða.

28 prósent færri voru með efnaskiptasjúkdóma.

21 prósent færri voru með of háan blóðþrýsting.

29 prósent færri voru með of mikið mittismál.

14 prósent færri voru með of hátt gildi blóðsykurs.

Þeir sem neyttu fitulítilla mjólkurvara virtust ekki hafa neinn heilsufarslegan ávinning af því. Þvert á móti hafði hærra hlutfall þeirra of hátt gildi blóðsykurs en það getur verið merki um sykursýki 2.

Rannsóknin bætist við fleiri nýlegar rannsóknir sem hafa sýnt að fituríkar mjólkurvörur séu ekki hættulegar og kannski þvert á móti hollar.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún