fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Sagður hafa öskrað kynþáttaníð að Arbery á dánarstundinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 07:01

Ahmaud Arbery. Mynd:Fjölskylda Arbery.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tók dómstóll í Georgíuríki í Bandaríkjunum fyrir mál er varðar morðið á Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana nærri Brunswick í Glenn County þann 23. febrúar síðastliðinn. Hann var óvopnaður og var úti að hlaupa þegar hvítir menn skutu hann til bana. Morðinu hefur verið lýst sem aftöku. Í gær tók dómstóll málið fyrir hvað varðar hvort nægileg gögn væru komin fram til að hægt sé að ákæra feðgana Travis og Greg McMichael auk William Bryan fyrir morðið.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að svo væri og því verða þeir allir þrír ákærðir fyrir morðið. Washington Post skýrir frá þessu. Þeir eiga dauðadóm yfir höfði sér.

Fyrir dómi komu nýjar upplýsingar fram sem eru mjög sláandi og verða hugsanlega ekki til að bæta hið eldfima ástand sem nú er í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á George Floyd og mótmæla og átaka í kjölfar þess.

Richard Dial, lögreglumaður, sem kom fyrir dóm í gær, sagði að þremenningarnir hafi ekið á eftir Arbery og króað hann af. Hann hafi í örvæntingu reynt að komast undan þeim. Þegar þeir höfðu króað hann af er Travis McMichael sagður hafa farið út úr bíl sínum og skipað Arbery að leggjast á jörðina. Þegar hann neitaði því skaut McMichael hann þremur skotum sem hæfðu hann í bringuna og höndina. McMichael hefur haldið því fram að hann hafi skotið í sjálfsvörn.

Travis McMichael og Gregory McMichael. Mynd:EPA

Bryan sagði að eftir að McMichael hafði skotið Arbery hafi Travis McMichael öskrað kynþáttaníð að Arbery þar sem hann lá deyjandi á jörðinni. Hann er sagður hafa öskrað „fucking nigger“ (fjandans negri) að Arbery.

Lee Merrit, lögmaður fjölskyldu Arbery, sagði að fjölskyldunni hafi verið gert viðvart um þessar upplýsingar áður en málið var tekið fyrir í gær.

„Það var mjög erfitt að heyra að eftir að hann skaut Ahmaud Arbery hafi hann notað þessi rasísku níðyrði á meðan hann stóð yfir honum.“

Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, sagði þessar nýju upplýsingar „nísta í hjartastað“.

„Þessir menn eltu, fönguðu og tóku Abrery af lífi. Hann var að hlaupa á opinberum vegi, á opinberu svæði. Hann var varnarlaus og óvopnaður.“

Sagði Jesse Evans saksóknari fyrir dómi.

Upptakan

Eins og fyrr sagði gerðist þetta þann 23. febrúar síðastliðinn. Í maí kom upptaka af voðaverkinu fram í dagsljósið en það var Bryan sem tók atburðinn upp.

Í kjölfarið hófst mikil umræða um dráp á ungum svörtum karlmönnum og ekki löngu síðar kom mál George Floyd upp en enn sér ekki fyrir endann á mótmælum vegna þess.

Á upptökunni sést Arbery hlaupa að hvítum pallbíll sem var lagt á götunni. Tveir menn eru við bílinn. Eftir að hann hefur farið fram hjá bílnum heyrist skot og skömmu síðar tvö til viðbótar og Arbery hnígur niður. Hann var látinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann