fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfulla pizzumálið – Hver hefur sent honum pizzur í 9 ár?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 06:08

Hver stendur á bak við þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta gæti hljómað eins og að hinn fullkomni draumur væri að rætast en í tæpan áratug hefur Jean Van Landeghem, sem býr í Turnhout sem er nærri Antwerpen í Belgíu, fengið pizzur sendar heim í hverri viku án þess að hafa pantað þær. Stundum er komið með margar sendingar á dag. Landeghem er orðinn mjög þreyttur á þessu og segist eiga erfitt með svefn vegna þessa.

„Þetta byrjaði fyrir níu árum. Allt í einu birtist pizzasendill og rétti mér stafla af pizzum. En ég hafði ekki pantað neitt.“

Sagði hann í samtali við Het Laatste Nieuws.

Hann hélt í fyrstu að um mistök væri að ræða, heimilsföng hefðu ruglast en áfram héldu pizzur, kebab, pítur og annar matur að streyma heim til hans án þess að hann hefði pantað matinn.

„Þetta getur verið á virkum degi eða um helgar og á hvaða tíma dags sem er. Pantanirnar koma frá veitingastöðum í Turnhout en líka frá nálægum svæðum. Ég hef meira að segja fengið sendingar klukkan tvö á nóttunni.“

Sagði hinn óhamingjusami og þreytti Van Landeghem.

„Ég sef ekki lengur. Ég byrja að skjálfa í hvert sinn sem ég heyri í skellinöðru í götunni. Ég óttast að einhver sé að koma með heita pizzu enn einu sinni.“

Hann sagði að á einum degi í janúar á síðasta ári hafi tíu pizzasendlar komið heim til hans með samtals 14 pizzur.

„Ég hef alltaf neitað að taka við þessum pöntunum svo ég hef aldrei borgað fyrir þetta. Þetta kostar veitingastaðina peninga og þeir þurfa að henda matnum. Daginn sem sendlarnir tíu komu reiknaði ég út að þetta voru pizzur fyrir 450 evrur.“

En hann er ekki einn um að fá svona sendingar.

„Vinur minn, sem býr í Herenthout, gengur í gegnum nákvæmlega það sama og ég. Hann hefur fengið pizzur, sem hann pantaði ekki, í níu ár. Stundum fáum við báðir sendingar sama daginn.“

Sagði Van Landeghem sem telur líklegt að einhver sem þeir þekkja báðir standi á bak við þetta.

Hann hefur kært málið nokkrum sinnum til lögreglunnar en hefur enga hugmynd um hver stendur á bak við þetta.

„Ég þoli þetta ekki lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga