Í þáttunum eru það Joe Exotic og Carole Baskin sem eru aðalpersónurnar. Þau eiga sér sameiginlegt áhugamál sem er stór kattardýr en þau hata einnig hvort annað eins og pestina.
Nú berast þau tíðindi að eitt það versta sem Joe Exotic gat hugsað sér hafi gerst. Dómari hefur veitt Carole Baskin heimild til að taka yfir rekstur The G.W. Exotic Animal Memorial Park í Wynnewood í Oklahoma en dýragarðurinn var lífsverk Joe Exotic. People skýrir frá þessu.
Jeff Lowe hefur stýrt garðinum síðustu ár en honum bregður einnig fyrir í þáttunum. Dómari féllst að sögn á rök Baskin um að Joe Exotic hefði á ólöglegan hátt skráð fyrirtækið, á bak við rekstur dýragarðsins, á nafn móður sinnar í þeirri von að komast þannig undan fjölda lánveitenda.
Jeff Lowe hefur nú 120 daga til að hafa sig á brott frá dýragarðinum áður en Baskin og dýragarður hennar, Big Cat Rescue, taka við rekstrinum.
Joe Exotic var í janúar sakfelldur fyrir brot á dýraverndarlögum og að hafa ráðið leigumorðingja til að gera út af við Carole Baskin. Hann greiddi honum 3.000 dollara en leigumorðinginn lét aldrei til skara skríða en eyddi peningunum í skemmtanir. Margir gruna Carole Baskin um að hafa myrt eiginmann sinn en það hefur aldrei sannast. Allt þetta og meira til er umfjöllunarefnið í Tiger King.