Eteni Longondo, heilbrigðisráðherra landsins, staðfesti á mánudaginn að ebóla hafi brotist út í Mbandanka og að þangað verði strax send lyf og bóluefni.
Baráttan við veiruna í austurhluta landsins hefur staðið yfir síðan í ágúst 2018. Þar hafa rúmlega 2.200 látist af völdum hennar til þessa.
Faraldurinn í norðvesturhlutanum er enn einn heilsufarsfaraldurinn sem þarf að takast á við í landinu. Á síðasta ári herjuðu mislingar á landið og létust þá um 6.000 manns. Nú tekst landið, eins og önnur lönd, á við heimsfaraldur kórónuveirunnar og nú kemur nýr ebólufaraldur þar ofan í. Það gerir baráttuna við faraldrana erfiða að ýmsir uppreisnarhópar herja á landið. Auk þess hefur almenningur illan bifur á heilbrigðisstarfsfólki sem er sent til aðstoðar og hefur margoft verið ráðist á það.