fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 21:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var lögreglan kölluð að heimili í Brisbane í Queensland í Ástralíu vegna látins manns sem lá í garðinum við húsið. Í ljós kom að hér var um 49 ára karlmann að ræða og er talið að andlát hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti en niðurstöðu krufningar er þó beðið. Inni í húsinu fundu lögreglumenn tvo unglingspilta, 17 og 19 ára, sem voru læstir inni í húsgagnalausu herbergi. Þeir voru báðir með bleiur.

Mikinn óþef lagði úr herberginu og segir ABC News að piltarnir virðist hafa verið læstir inni í herberginu nær öllum stundum.  Á upptökum frá sjónvarpsstöðinni sjást piltarnir sitjandi á dýnum í annars tómu herberginu. Þeir voru vannærðir.

Haft var eftir nágranna að piltarnir hafi verið kallaðir „nöktu bandíttarnir“ því þeir hafi oft hlaupið naktir um í garðinum. Aðrir nágrannar sögðu að hinn látni hafi glímt við andleg veikindi.

Piltarnir, sem báru þess greinileg merki að vera mjög einhverfir, voru fluttir á sjúkrahús. Barnaverndaryfirvöld hafa nú tekið við máli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót