Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrirtækið sé nú á öðru stigi tilrauna með bóluefnið og taka rúmlega 1.000 sjálfboðaliðar taka þátt í þeim. Viðræður standa nú yfir um að hefja þriðja stig tilrauna í Bretlandi.
„Það er vel heppnað. Ég er 99% viss um það.“
Sagði Luo Baishan, sem vinnur að gerð bóluefnisins, þegar Sky News spurði hann hvort hann telji að það muni virka.
Stærsta vandamál fyrirtækisins er að svo lítið er um smit í Kína að erfitt er að finna fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefnið. Af þeim sökum horfir fyrirtækið nú til annarra landa, þar á meðal Bretlands.
Markmið fyrirtækisins er að framleiða 100 milljónir skammta en það þýðir auðvitað að margir munu ekki fá það. Forstjóri Sinovac segir að fyrirtækið mæli ekki með að allir verði bólusettir, markmiðið sé að þeir sem eru í stærstu áhættuhópnum, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk og eldra fólk, verði bólusett.