fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Vantar þig nýja skó? Seljast líklega á 70 milljónir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 22:00

Það eru svona skór sem verða boðnir upp. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júlí verður par af Air Jordan 1 skóm selt á uppboði. Michael Jordan notaði skóna í leik með Chicago Bulls 1986 og er því um ansi merkilega skó að ræða fyrir þá sem hafa áhuga á körfubolta og notuðum skóm. Reiknað er með að 500.000 dollarar fáist fyrir skóna en það svarar til tæplega 70 milljóna íslenskra króna.

TMZ skýrir frá þessu. Nýlega seldist annað par, þessarar tegundar, fyrir enn hærri upphæð eða 560.000 dollara.

Jordan braut vinstri fót sinn í þriðja leik keppnistímabilsins 1985. Þetta batt næstum enda á feril hans en hann sneri tvíefldur aftur á völlinn sex vikum síðar. Þá hafði Nike framleitt nýja skó fyrir hann, með auka reim til að styðja betur við fótinn. Eftir fyrsta leikinn, þar sem Jordan skoraði 24 stig á 23 mínútum, gaf hann ungum aðdáanda skóna auk eiginhandaráritunar. Nú er þessi ungi aðdáandi, sem er ekki svo ungur lengur, tilbúinn til að selja skóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn