fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Trump hótar að beita hervaldi ef mótmælin verða ekki bæld niður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 04:28

Trump með biblíuna á lofti. Mynd:EPA-EFE/SHAWN THEW

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist vera „forseti laga og réttar“ og heitir því að binda enda á „uppþot og lögleysu“. Þetta sagði hann í yfirlýsingu í gærkvöldi. Fram kom í máli hans að hann muni láta herinn grípa inn í ef ríkin sjálf ná ekki að bæla niður óeirðirnar sem hafa fylgt í kjölfar dauða George Floyd.

Trump sagðist ætla að nýta öll úrræði alríkisstjórnarinnar til að bæla óeirðirnar niður.

„Í fyrsta lagi ætlum við að binda enda á uppþot og lögleysu sem hefur dreifst um landið okkar. Við stöðvum þetta núna. Í dag fyrirskipaði ég öllum ríkisstjórum að senda mikinn fjölda þjóðvarðliða út á göturnar svo að við ráðum þar lögum og lofum. Ef borg eða ríki neita að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda líf og eignir íbúanna mun ég beita bandaríska hernum og leysa þetta vandamál hratt.“

Sky skýrir frá þessu. Þegar Trump hafði lokið máli sínu gekk hann að St John‘s Episcopal kirkjunni sem er þekkt sem The Church of the Presidents en hún skemmdist í eldi í kjölfar mótmæla í síðustu viku. Þar ávarpaði hann viðstadda og hélt á biblíu á meðan hann sagði:

„Við erum besta land heims. Við munum tryggja öryggið hér í landinu.“

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, sagði að forsetinn hefði notað lögreglu og þjóðvarðliða til að fjarlægja mótmælendur úr Lafayette Park svo hann gæti gengið til kirkunnar.

„Hann notaði herinn til að fjarlægja friðsama mótmælendur svo hann gæti látið taka mynd af sér við kirkjuna. Þetta er allt raunveruleikasjónvarp í augum forsetans. Skammarlegt.“

Skrifaði hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar