Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að ný kynslóð flugvéla, til dæmis Airbus A350 og Boeing 787, muni taka við hlutverki Airbus A380 sem er stærsta farþegaflugvél heims. Air France á fimm af vélunum níu en er með hinar fjórar á leigu.
Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur flugfélagsins. Á fyrsta ársfjórðungi tapaði það sem nemur um 270 milljörðum íslenskra króna og farþegum fækkaði um fimmtung, voru 18,1 milljón.
Félagið væntir þess að geta haldið uppi 20% af fyrirhuguðu flugi á þriðja ársfjórðungi en á fjórða ársfjórðungi verði hlutfallið komið í 60%. Á næsta ári er reiknað með að hlutafallið verði um 80% af því sem reiknað hafði verið með.