fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Taka stærstu farþegaflugvél heims úr notkun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 11:01

Airbus A380 frá Air France. Mynd:EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska flugfélagið Air France-KLM tilkynnti í síðustu viku að það taki nú allar níu Airbus A380 flugvélar sínar úr notkun fyrir fullt og allt. Ætlunin var að nota þær aðeins áfram en hætta notkun þeirra fyrir árslok 2022 til að gera flugflotann samkeppnishæfari og draga úr mengun af hans völdum. En vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur þessum fyrirætlunun nú verið flýtt.

Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að ný kynslóð flugvéla, til dæmis Airbus A350 og Boeing 787, muni taka við hlutverki Airbus A380 sem er stærsta farþegaflugvél heims. Air France á fimm af vélunum níu en er með hinar fjórar á leigu.

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur flugfélagsins. Á fyrsta ársfjórðungi tapaði það sem nemur um 270 milljörðum íslenskra króna og farþegum fækkaði um fimmtung, voru 18,1 milljón.

Félagið væntir þess að geta haldið uppi 20% af fyrirhuguðu flugi á þriðja ársfjórðungi en á fjórða ársfjórðungi verði hlutfallið komið í 60%. Á næsta ári er reiknað með að hlutafallið verði um 80% af því sem reiknað hafði verið með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast