Fyrirtækið greiddi um 340 yfirmönnum 16,2 milljónir dollara, sem svarar til rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna, í bónus sem er ætlað að fá þá til að halda áfram að starfa hjá fyrirtækinu.
Sú kvöð sem fylgir bónusgreiðslunum er að ef starfsmennirnir hætta hjá Hertz fyrir 31. mars á næsta ári, að eigin frumkvæði, þá verða þeir að endurgreiða hann.
Hertz er rúmlega 100 ára gamalt fyrirtæki og var með um 38.000 starfsmenn um allan heim á síðasta ári.