Business Insider skýrir frá þessu. Fram kemur að Thomas Zurbuchen, fyrrum yfirmaður hjá NASA, hafi árið 2017 sagt þingnefnd að miðað við hversu mikið væri lagt í leitina að lífi utan jarðarinnar á svo mörgum ólíkum stöðum þá séum við nálægt því að gera eina mikilvægustu uppgötvun allra tíma.
Ellen Stofan, fyrrum yfirmaður vísindasviðs NASA, sagði 2015 að hún telji að við munum fá „sterkar vísbendingar um líf utan jarðarinnar á næsta áratug og afgerandi sönnun þess á næstu 10 til 20 árum.“
„Við vitum hvar á að leita, við vitum hvernig á að leita og í flestum tilfellum ráðum við yfir nauðsynlegri tækni.“
Sagði hún einnig að sögn LA Times.
Dider Queloz, stjarneðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi, sagði í október að hann trúi því ekki að jörðin sé eini staðurinn í alheiminum þar sem líf er. Það séu alltof margar plánetur, alltof margar stjörnur og efnafræðin sé allsstaðar sú sama.