fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Telja að á næsta áratug finnist líf utan jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 18:54

Eru þær að hlusta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja að við séum við það að finna líf utan jarðarinnar.  Ástæðan er að á næsta áratug hyggst NASA efla leitina að ummerkjum um líf utan jarðarinnar. Meðal annars verður leitað á Mars, í földum höfum tungla Júpiters og Satúrnusar og í andrúmslofti fjarlægra pláneta.

Business Insider skýrir frá þessu. Fram kemur að Thomas Zurbuchen, fyrrum yfirmaður hjá NASA, hafi árið 2017 sagt þingnefnd að miðað við hversu mikið væri lagt í leitina að lífi utan jarðarinnar á svo mörgum ólíkum stöðum þá séum við nálægt því að gera eina mikilvægustu uppgötvun allra tíma.

Ellen Stofan, fyrrum yfirmaður vísindasviðs NASA, sagði 2015 að hún telji að við munum fá „sterkar vísbendingar um líf utan jarðarinnar á næsta áratug og afgerandi sönnun þess á næstu 10 til 20 árum.“

„Við vitum hvar á að leita, við vitum hvernig á að leita og í flestum tilfellum ráðum við yfir nauðsynlegri tækni.“

Sagði hún einnig að sögn LA Times.

Dider Queloz, stjarneðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi, sagði í október að hann trúi því ekki að jörðin sé eini staðurinn í alheiminum þar sem líf er. Það séu alltof margar plánetur, alltof margar stjörnur og efnafræðin sé allsstaðar sú sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót