Í október á að taka Berlin Brandenburg-flugvöllinn í notkun en hann á að koma í stað Tegel-flugvallarins. Raunar átti að taka nýja völlinn í notkun fyrir mörgum árum en framkvæmdir við hann hafa farið algjörlega úr böndunum og seinkað um mörg ár og kostnaðurinn farið upp úr öllu valdi. En nú virðist stefna í að hann verði loksins tekinn í notkun.
Þýskir fjölmiðlar efast um að það þjóni nokkrum tilgangi að opna Tegel aftur því þá verði svo stutt í að nýi völlurinn verði tekinn í notkun.
Borgin er ekki án flugvallar því Schönfeld-flugvöllurinn sinnir þeirri litlu flugumferð sem er þessar vikurnar.
Engelbert Lütke Daldrup, forstjóri Tegel-flugvallarins, segir að ákvörðun verði tekin á næstu vikum um hvort lokun vallarins sé tímabundin eða verði varanleg. Ef flugumferð verði enn lítil þá sé það ekki fjárhagslega hagkvæmt að vera með tvo flugvelli í rekstri þar til nýi völlurinn opnar.