Það var danska smitsjúkdómastofnunin sem gerði rannsóknina. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það voru tvöfalt meiri líkur á að karlar létust af völdum COVID-19 en konur. Reimar W. Thomsen, yfirlæknir og lektor við Árósaháskóla og Háskólasjúkrahúsið í Árósum, vann að rannsókninni. Í samtali við TV2 sagði hann að þeir sem eru yngri en áttræðir og heilsuhraustir komist oftast í gegnum smit en þeir sem eru eldri en áttatíu ára og með tvo eða fleiri króníska sjúkdóma megi búast við að aldurinn og sjúkdómarnir séu þættir sem spila inn í.
Talsmenn sjúkrahúsanna í Hvidovre og á Norður-Sjálandi sögðu að niðurstöður rannsóknarinnar passi vel við raunveruleikann. Tölurnar staðfesti ekki aðeins það sem hafi sést á þessum sjúkrahúsum heldur einnig erlendis. Ekki sé þó vitað af hverju dánartíðnin sé hærri hjá körlum en konum.