fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Níddur og laminn og segist ekki eiga athyglina skilið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 06:00

Auglýsingaspjald The Last Dance.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fer næstum hjá mér í dag þegar ég sé veggspjaldið og auglýsingarnar fyrir The Last Dance.“ Hefur Steve Kerr látið hafa eftir sér um vinsælustu heimildamyndaþáttaröðina þessa dagana en þar kemur Kerr nokkuð við sögu. Hann telur að samt sem áður eigi hann ekki alla þessa athygli skilið.

Kerr var í hinu sigursæla liði Chicago Bulls sem sigraði sex sinnum í NBA-deildinni í körfubolta á tíunda áratugnum. Kerr segist telja að hann eigi ekki að vera andlit þáttaraðarinnar út á við með ofurstjörnunum Michael Jordan, Scottie Pippen, Dennis Rodman og þjálfaranum Phil Jackson.

„En ég skil af hverju. Ég er með af því að ég er í dag þekktur sem þjálfari Warriors svo fólk þekkir mig. Það myndi kannski ekki þekkja Toni Kukoc eða Luc Longley eða Ron Harper. Eða kannski hafa andlit þeirra ekki svo mikla þýðingu fyrir ungu kynslóðina í dag, 22 árum síðar.“

Sagði hann í samtali við NBC.

Tölfræðin styður orð hans og þá gagnrýni sem aðdáendur Chicago Bulls hafa sett fram á samfélagsmiðlum varðandi hlutverk Kerr í auglýsingum fyrir þættina.

Á fimm síðustu árum sínum hjá Chicago Bulls var Kerr aldrei í byrjunarliðinu. Hann tryggði liðinu auðvitað sigurinn í sjötta leiknum í úrslitakeppninni 1997 en að meðaltali lék hann 22,4 mínútur í leik á þessu tímabili.

Hér er hægt að sjá umrædda sigurkörfu hans gegn Utah Jazz.

Karfa sem þessi gleymist ekki og þá ekki síst í ljósi þess að Jordan gaf boltann á Kerr á síðustu sekúndum leiksins í stað þess að skjóta sjálfur.

Kerr og Jordan hafði margoft lent saman á æfingum en Jordan var þekktur fyrir að beita liðsfélaga sína miklum þrýstingi og fékk Kerr að kenna á því í æfingabúðum fyrir 1995-96 tímabilið. Þá enduðu deilur þeirra og átök með að Jordan sló Kerr í höfuðið en um þetta er fjallað í þáttunum.

„Ég myndi segja að þetta hafi gagnast sambandi okkar. Það hljómar örugglega undarlega því ég myndi ekki ráðleggja neinum að gera þetta.“

Sagði Kerr í samtali við CBS.

„Þetta snerist um að Michael var örugglega að reyna hversu langt hann gæti gengið og ég svaraði fyrir mig. Mér finnst að á einn eða annan hátt hafi ég staðiðst prófið.“

Kerr vann þrjá titla með Bulls, 1996, 1997 og 1998 en það er tímabilið sem The Last Dance snýst að mestu um. Ári síðar náði Kerr áfanga sem Jordan náði aldrei. Hann vann fjórða meistaratitilinn í röð en nú með liði San Antonio Spurs. Hann var fyrsti leikmaðurinn til að ná fjórum meistaratitlum í röð í 50 ár. Til að toppa þetta vann hann síðan fimmta titilinn á síðasta tímabili sínu í deildinni 2003, þá aftur með San Antonio Spurs.

Nú er Kerr þjálfari Golden State Warriors sem hann hefur þrisvar stýrt til sigurs í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“