fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 07:00

Matt Damon. Mynd:EPA-EFE/WARREN TODA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matt Damon var víðsfjarri heimili sínu í Bandaríkjunum þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á. Hann var staddur á Írlandi, í litla bænum Dalkey nærri Dublin, þar sem hann var við tökur á nýrri kvikmynd. Bærinn og bæjarbúar munu væntanlega skipa sérstakan sess í hjarta hans um ókomna framtíð.

CBS News segir að bæjarbúar hafi passað sérstaklega vel upp á Damon og gætt þess að fjölmiðlar kæmust ekki nærri honum. Þetta hófst þegar þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Fully Charged heyrðu að hann væri á svæðinu. Þeir fóru þá að reyna að hafa uppi á honum til að fá hann í viðtal. Það reyndist þó ekki auðvelt og leið mánuður þar til þeim tókst það loksins

 Damon mætti nýlega í viðtalið og var ánægður með þolinmæði þáttastjórnendanna við að reyna að hafa uppi á honum og með bæjarbúana og hvernig þeir vernduðu hann fyrir fjölmiðlum.

„Ég veit ekki hvort þú veist hversu vel íbúarnir í Dalkey gættu þín, eins og skartgrips.“

Sagði þáttastjórnandinn við Damon. Hann hafði skráð sig í Facebookhóp íbúa í Dalkey því þar skrifaði fólk meðal annars að það hefði séð Damon í bænum. Það leið þó ekki nema einn dagur þar til íbúarnir áttuðu sig á tilgangi þáttastjórnandans með skráningunni í hópinn og var honum umsvifalaust sparkað út.

„Ég heyrði þessa sögu og hló hátt. Þá áttaði ég mig á hversu frábær þessi staður er og hversu vel fólkið gætti mín. Ég vissi ekki af þessu.”

Sagði Damon í viðtalinu. Hann sagðist einnig eiginlega vera með slæma samvisku því ekki hefði verið nauðsynlegt fyrir þáttastjórnendurna að leggja svona mikið á sig til að ná í hann. Hann hafði heyrt í útvarpinu að þeir vildu ræða við hann. Hann var þá í bíltúr með börnin sín og hafði reynt að leggja símanúmer þáttarins á minnið en gleymdi því fljótt. Það hefði síðan verið eiginkona hans sem minnti hann á að hringja í þáttinn og bent honum á að það væri auðvelt að finna símanúmerið.

Hvað varðar heimsfaraldurinn sagði Damon að hann og fjölskyldan væru heppin. Þau hafi öll verið saman á Írlandi og þar sem þau hafi reiknað með að vera þar í átta vikur á meðan á tökum stæði hafi þau verið búin að ráða kennara fyrir börnin. Þau hafa nú verið í Dalkey í þrjá mánuði og ekki er ljóst hvenær þau fara heim. Hann sagði bæinn og íbúana vera ævintýralega og þetta sé einn fallegast staðurinn sem hann hafi séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“