fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 07:00

Úr myndbandinu við lagið. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert nógu gamall/gömul til að muna eftir falli Berlínarmúrsins þá manstu örugglega líka eftir ofursmellinum Wind of change sem Scorpion gerðu vinsælt. Í texta lagsins segir meðal annars: „I follow the Moskva, down to Gorky Park . . ..“ Lagið kom út 1990 á plötunni Crazy World.

Bandaríski blaðamaðurinn Patrick Radden Keefe, hjá The New Yorker, heldur því fram í nýju hlaðvarpi, sem heitir einmitt Wind of change, að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi staðið á bak við smellinn. Hann hafi verið hluti af kalda stríðs áróðri Bandaríkjanna og hafi átt að kveikja bál í hjörtum ungra Rússa og fá þá til að velta kommúnistastjórninn í Moskvu innanfrá.

Keefe segist hafa heimildir fyrir þessu frá CIA og í átta þáttum reynir hann að varpa ljósi á málið.

Scorpions, sem var frá Vestur-Þýskalandi, var vinsæl hljómsveit í þáverandi Sovétríkjunum en þar var vestræn tónlist bönnuð þar til í lok níunda áratugarins. Tónlist var smyglað til landsins og síðan gengu kasettur manna á milli. Hljómsveitin var ein fyrsta vestræna hljómsveitin sem fékk að halda tónleika í Sovétríkjunum. Hún kom meðal annars fram á Moscow Music Peace Festival 1989 ásamt Ozzy Osbourne og Bon Jovi.

Það var Bandaríkjamaðurinn Doc McgHee sem skipulagði hátíðina með stuðningi CIA að því er samsæriskenningar segja en í staðinn slapp hann við refsingu í fíkniefnamáli. Mcghee neitar þessu.

Kenningin um að CIA hafi samið lagið vinsæla er síðan studd þeim rökum að Klaus Meine, söngvari Scorpion, er skráður bæði laga- og textahöfundur. Yfirleitt var það gítarleikarinn Rudolph Schenker sem samdi lögin en Meine textana.

Meine vísar því algjörlega á bug að CIA hafi komið að gerð lagsins.

„Þetta er hlaðvarp og það er fullt af fólki sem sýnir því áhuga. Hugmyndin er heillandi og skemmtileg en ekki rétt. Eins og Bandaríkjamenn myndu segja þá er þetta „fake news“.“

Segir Meine að sögn metalcastle.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“