Í samtali við kínversku sjónvarpsstöðina CCTN sagði hún að fleiri veirur séu þarna út, miklu fleiri.
„Þessi óþekkta veira, sem við höfum nú kynnst, er bara toppurinn á ísjakanum. Við viljum koma í veg fyrir að fleiri þurfi að þjást í næsta faraldri smitsjúkdóms. Af þeim sökum verðum við að læra meira um þessar óþekktu veirur sem eru í villtum dýrum.“
Sagði hún og bætti við:
„Við verðum að finna þær áður en þær finna okkur.“
Um leið hvatti hún Kína og aðrar þjóðir til að leggja allt í sölurnar til að afla meiri vitneskju um dularfullar veirur í villtum dýrum.
Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Kínverja um að bera ábyrgð á kórónuveirunni, sem nú herjar á heimsbyggðina, því faraldurinn hafi farið af stað þegar veiran barst í fólk frá rannsóknarstofu Shi Zhengli. Þessu vísa Kínverjar algjörlega á bug.