fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn á undanhaldi í Bandaríkjunum – Birtist nú á undarlegustu stöðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er nú byrjað að létta á þeim hömlum sem voru settar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í heildina fer smittilfellum fækkandi í landinu, sérstaklega vegna þess að faraldurinn virðist standa í stað í New York þar sem hann var verstur.

Þriðjungur staðfestra smittilfella í landinu hefur verið í New York og nágrannaríkjunum New Jersey og Connecticut. Þar hefur einnig helmingur allra dauðsfalla af völdum veirunnar í landinu verið skráður.

New York Times segir að nú sé veiran farin að dreifa meira úr sér í strjálbýlli ríkjum og þar fer smitum fjölgandi. Nú eru lítil og fámenn samfélög farin að rata í fréttirnar vegna smittilfella. Má þar nefna Trousdale í Tennessee, Dakota í Nebraska og Lincoln í Arkansas. Þetta eru þau svæði þar sem flest smit hafa nú greinst miðað við höfðatölu.

Á þessum svæðum hafa smit brotist út á svæðum þar sem lítið sem ekkert var um smit þar til nýlega. En þar sem smit hefur borist inn í eitt fyrirtæki eða stofnun hefur smitið átt auðvelt með að dreifast út. Þetta á til dæmis við um elliheimili, geðsjúkrahús, fangelsi, stór sláturhús og kjötvinnslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi