fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:10

Saturn. Mynd:Dýragarðurinn í Moskvu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krókódíllinn Saturn drapst á föstudaginn í dýragarði í Moskvu. Hann varð 84 ára. Saturn var svokallaður Mississippi-alligator sem er í krókódílafjölskyldunni. Það sætir svo sem ekki tíðindum að krókódíll drepist en Saturn var líklegast frægasti krókódíll heims.

Hann var á sínum tíma sagður krókódíll Hitlers en það var ekki rétt. Hann fæddist í Bandaríkjunum en skömmu síðar var hann fluttur í dýragarðinn í Berlín, það var árið 1936. Sjö árum síðar strauk hann úr dýragarðinum eftir að sprengjum var varpað á hann. BBC skýrir frá þessu.

Ekki er vitað hvað gerðist eftir að hann strauk en breskir hermenn fundu hann síðar og var hann í framhaldinu fluttur í dýragarðinn í Moskvu þar sem hann var næstu 74 árin.

„Dýragarðurinn í Moskvu var svo heppinn að hafa Saturn í 74 ár. Fyrir okkur var Saturn tímabil og er þá ekki verið að ýkja. Hann sá mörg okkar þegar við vorum börn. Við vonum að við höfum ekki valdið honum vonbrigðum.“

Segir í færslu dýragarðsins á Twitter.

Mississippi-alligatorer geta náð 30 til 50 ára aldri úti í náttúrunni.

BBC segir að til standi að stoppa Saturn upp og hafa til sýnis í náttúrugripasafni í Moskvu.

Á Vísindavef Háskóla Íslands geta áhugasamir lesið sér meira til um muninn á krókódílum og alligatorum í ítarlegu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningu um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann