Hann var á sínum tíma sagður krókódíll Hitlers en það var ekki rétt. Hann fæddist í Bandaríkjunum en skömmu síðar var hann fluttur í dýragarðinn í Berlín, það var árið 1936. Sjö árum síðar strauk hann úr dýragarðinum eftir að sprengjum var varpað á hann. BBC skýrir frá þessu.
Ekki er vitað hvað gerðist eftir að hann strauk en breskir hermenn fundu hann síðar og var hann í framhaldinu fluttur í dýragarðinn í Moskvu þar sem hann var næstu 74 árin.
„Dýragarðurinn í Moskvu var svo heppinn að hafa Saturn í 74 ár. Fyrir okkur var Saturn tímabil og er þá ekki verið að ýkja. Hann sá mörg okkar þegar við vorum börn. Við vonum að við höfum ekki valdið honum vonbrigðum.“
Segir í færslu dýragarðsins á Twitter.
Mississippi-alligatorer geta náð 30 til 50 ára aldri úti í náttúrunni.
BBC segir að til standi að stoppa Saturn upp og hafa til sýnis í náttúrugripasafni í Moskvu.
Á Vísindavef Háskóla Íslands geta áhugasamir lesið sér meira til um muninn á krókódílum og alligatorum í ítarlegu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningu um þetta.