Þýska ríkisstjórnin fær einnig neitunarvald ef til þess kemur að reynt verður að taka flugfélagið yfir en það er flaggskip þýskra samgöngufyrirtækja.
Viðræður hafa staðið yfir á milli félagsins og yfirvalda vikum saman. Sky segir að eitt helsta efni viðræðnanna hafi verið hversu mikil áhrif ríkið ætti að fá í stjórn félagsins gegn því að styðja það fjárhagslega.
Þýsk yfirvöld hafa losað sig við hlutabréf í fjölda fyrirtækja á undanförnum árum en eiga enn stóra hluti í fyrrum ríkisfyrirtækjum á borð við Deutsche Post og Deutsche Telekom. Ríkið á einnig 15% hlut í Commerzbank en hann fékk það í fjármálakreppunni sem skall á 2008.