Sky skýrir frá þessu. Ástæðan er að smitum fer fækkandi í Bretlandi og hugsanlega kemur sú staða upp að ekki verður nægilega mikið af fólki til að prófa bóluefnið á að sögn Hill.
The Sunday Telegraph hefur eftir honum að nú séu um 50% líkur á að engin niðurstaða fáist með prófunum á bóluefninu. Sú skrýtna staða sé komin upp að vísindamennirnir vilji að veiran haldi sig í samfélaginu, að minnsta kosti aðeins lengur.
Bóluefnið nefnist ChAdOx1 nCoV-19 (borið fram Chaddox One). Því hefur verið sprautað í 160 heilbrigða sjálfboðaliða á aldrinum 18 til 55 ára til að sjá hver virkni þess er. Á öðru og þriðja stigi tilrauna á að prófa efnið á rúmlega 10.000 manns og auka aldursbilið.
En ef of fáir smitast af veirunni í samfélaginu geta vísindamennirnir ekki rannsakað hvort bóluefnið veiti vörn gegn smiti.