Þetta á við um Layne McKeel, fatlaðan eftirlaunaþega í Georgetown í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann hélt sig heima við í einangrun eins lengi og hann gat til að forðast smit. Á endanum kom hinsvegar að því að hann var búinn með allar nauðsynjar og neyddist til að fara út í búð að versla.
Þegar hann kom að afgreiðslukassanum brá honum mikið þegar afgreiðslustúlkan, hin 17 ára Elizabeth Taylor, sagði honum að vörurnar kostuðu 170 dollara. Layne var aðeins með 140 dollara meðferðis.
Hann sagði henni að hann yrði að skila nokkrum vörum en fékk þá svar sem hann átti enga von á að fá.
„Ég sé um þetta.“
Sagði hún og átti við að hún myndi sjálf borga það sem upp á vantaði.
„Þetta var mikilvægt og hann sagði: „hvað skulda ég þér?“ Ég sagði bara, þetta er í lagi, ég sé um þetta, þetta er í fínu lagi.“
Sagði hún í samtali við WRCBtv.
Layne varð mjög hissa við þetta allt og trúði varla að Elizabeth vildi greiða mismuninn fyrir hann, sérstaklega ekki þar sem um 17 ára stúlku var að ræða en á þeim aldri skipta allar upphæðir miklu máli.
„Hún er einfaldlega lítill engill.“