fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 05:55

Elizabeth og Layne.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafa margir þurft að vera í sóttkví og einangrun. Þetta hefur gert mörgum erfitt fyrir með að verða sér úti um nauðsynjar því ekki eru allir í þeirri stöðu að hafa einhverja sem geta hjálpað þeim við þetta.

Þetta á við um Layne McKeel, fatlaðan eftirlaunaþega í Georgetown í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann hélt sig heima við í einangrun eins lengi og hann gat til að forðast smit. Á endanum kom hinsvegar að því að hann var búinn með allar nauðsynjar og neyddist til að fara út í búð að versla.

Þegar hann kom að afgreiðslukassanum brá honum mikið þegar afgreiðslustúlkan, hin 17 ára Elizabeth Taylor, sagði honum að vörurnar kostuðu 170 dollara. Layne var aðeins með 140 dollara meðferðis.

Elizabeth við störf.

Hann sagði henni að hann yrði að skila nokkrum vörum en fékk þá svar sem hann átti enga von á að fá.

„Ég sé um þetta.“

Sagði hún og átti við að hún myndi sjálf borga það sem upp á vantaði.

„Þetta var mikilvægt og hann sagði: „hvað skulda ég þér?“ Ég sagði bara, þetta er í lagi, ég sé um þetta, þetta er í fínu lagi.“

Sagði hún í samtali við WRCBtv.

Layne varð mjög hissa við þetta allt og trúði varla að Elizabeth vildi greiða mismuninn fyrir hann, sérstaklega ekki þar sem um 17 ára stúlku var að ræða en á þeim aldri skipta allar upphæðir miklu máli.

„Hún er einfaldlega lítill engill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira