Þetta segir Richard Pebody, farsóttarfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni WHO. Í samtali við Sænska ríkissjónvarpið sagði hann að hætta sé á að veiran blossi aftur upp og önnur bylgja skelli á.
Hann sagði að af þessum sökum sé nauðsynlegt að viðhalda ýmsum takmörkunum, sem hafa verið settar vegna heimsfaraldursins, fram á næsta vor að minnsta kosti.
„Það er væntanlega líklegasta atburðarásin. Veiran verður væntanlega hér lengi og það er sá nýi raunveruleiki sem við þurfum að laga okkur að.“
Einnig sagði hann að það hversu fáir Evrópubúar hafi mælst með mótefni gegn veirunni bendi til að hún sé hugsanlega að ná sér á strik á nýjan leik.
„Það sýnir að það er hætta á annarri bylgju. Við verðum að vera tilbúin.“