Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Food Foundation, sem annast matargjafir, gerði. Niðurstöðurnar sýna að frá því að bresku samfélagi var meira og minna lokað í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur allt að fimmta hvert heimili ekki getgað útvegað nægan mat handa öllum í fjölskyldunni.
Sumar fjölskyldur neyðast til að sleppa máltíðum en hjá öðrum verða einn eða fleiri að fara svangir í háttinn. Um 1,5 milljón Breta sleppir því að borða heilu dagana því þeir hafa ekki efni á mat. Talið er að á þremur milljónum heimila fái einn eða fleiri of lítinn mat.
631.000 skólabörn frá fátækum heimilum fá ókeypis mat í skólanum. En þar sem skólarnir eru lokaðir fá þau ekkert að borða. Matarmiðakerfi var komið á en það hefur ekki virkað fyrir alla. Food Foundation telur að um miðjan maí hafi aðeins 136.000 börn notið góðs af matarmiðakerfinu. Þá stendur um hálf milljón barna eftir sem ekki fær nægan mat.