fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Umtalaðasta þáttaröðin í dag – Er sagan fegruð?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 04:35

Auglýsingaspjald The Last Dance.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndaþáttaröðin The Last Dance er umtalaðasta og vinsælasta heimildamyndaþáttaröðin þessa dagana. Áhorfið hefur verið gríðarlegt sem og fjölmiðlaumfjöllunin enda snúast þættirnir um einn besta ef ekki besta íþróttamanna sögunnar, körfuboltamanninn Michael Jordan. En gagnrýnisraddir eru farnar að heyrast og verða sífellt hærri.

Í tíu þáttum er ferli Jordan gerð skil og skyggnst er bak við tjöldin hjá liði hans, Chicago Bulls, sem vann bandarísku NBA deildina sex sinnum á tíunda áratugnum.

Í þáttunum eru margar upptökur, frá 1997, sýndar í fyrsta sinn en Jordan veitti á sínum tíma leyfi fyrir þeim gegn því skilyrði að ekki mætti nota þær nema hann samþykkti. Það var ekki fyrr en 2016 sem hann veitti þá heimild og þá fór vinnan við The Last Dance í gang. Það eru Netflix og ESPN sem stóðu að gerð þáttanna.

Jordan er sagður hafa verið hikandi við að heimila notkun á upptökunum því hann hafi haft áhyggjur af hvernig mynd yrði dregin upp af honum. Hann veit, eins og aðrir, að hann var mjög sérstakur íþróttamaður sem fór stundum að strikinu hvað varðar mannleg samskipti og stundum yfir það að margra mati.

„Þegar þú sérð upptökurnar, hugsar þú með þér að ég sé hræðileg manneskja.“

Sagði Jordan áður en þættirnir voru teknir til sýninga.

Skór kenndir við Jordan hafa rokið út. Mynd:Sotheby’s

Þeir hafa slegið áhorfsmet í Bandaríkjunum og salan á Air Jordan, skómerki Jordan og Nike, hefur aukist gríðarlega um allan heim. Þættirnir þykja gríðarlega góð auglýsing fyrir körfubolta og Jordan sjálfan. En þrátt fyrir að flestir hrósi þáttunum og Jordan í hástert þá heyrast sífellt fleiri gagnrýnisraddir sem segja að ekki sé farið rétt með allt í þáttunum er varðar Jordan sjálfan.

Hafði ritskoðunarvald

Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er að Jordan hafi haft ritskoðunarvald yfir þáttunum. Hann réði miklu um hvað var tekið upp og hvað ekki 1997 þegar kvikmyndatökulið fékk aðgang að Chicago Bulls. Hann hafði einnig fingurna í hvernig unnið var úr þessum upptökum við gerð þáttanna. Þetta kemur ekki fram í lok þáttanna en Bryan Armen Graham, blaðamaður sem sérhæfir sig í umfjöllun um körfubolta, benti í grein í The Guardian á að bæði Netflix og ESPN hafi „gleymt“ að skrá framleiðslufyrirtækið Jump 23 sem meðframleiðanda en það fyrirtæki er í eigu Jordan.

Ken Burns, sem er þekktur bandarískur heimildaþáttagerðarmaður, sagði í samtali við Wall Street Journal að þetta sé ekki sú leið sem á að fara í blaðamennsku. Ef aðalpersónan hefur svona mikil áhrif sé óhjákvæmilegt að eitt og annað sem hún vill ekki hafa með verði ekki með í þáttunum. Það sé hvorki góð blaðamennska né saga.

Michael Jordan á körfuboltavellinum. Mynd:Flickr/mccarmona23

Jason Hehnir, leikstjóri þáttanna, segist virða þessa gagnrýni en leggur áherslu á að vinnuferlið og kringumstæðurnar hafi verið allt öðruvísi við gerð þáttanna og taka hafi þurft tillit til margra þátta. Allt frá Netflix og ESPN til vörumerkja Jordan og NBA sem á sýningarréttinn á körfuboltaleikjunum.

„Ég hafði efasemdir um að takast á við þetta verkefni. En Michael eða fulltrúar hans sögðu aldrei að eitthvað ætti ekki að vera með því það varpað slæmu ljósi á hann.“

Sagði Hehnir í samtali við The Athletic. Hann viðurkenndi að Jordan hefði fengið að sjá alla þættina tíu áður en þeir voru teknir til sýninga.

Íþróttafréttamaðurinn Art Thiel hefur einnig gagnrýnt þættina og segir þá ekki vera heimildaþætti heldur sjálfsævisögu þar sem Jordan sé hafinn til skýjanna.

„Dökku hliðarnar, sem við sjáum í þáttunum, meðal annars einelti hans í garð liðsfélaga og andstæðingar og spilafíkn hans, var fegruð og lítið gert úr henni í þáttunum. The Last Dance var meira eða minna sjálfsupphafning á Michael Jordan.“

Að auki hafa nokkrir af liðsfélögum Jordan gagnrýnt þættina. Einn þeirra er Horace Grant sem segir að þættirnir hafi verið gerðir út frá sjónarhóli Jordan og margt hafi verið klippt úr þeim, hlutir og atburðir sem skaði ímynd Jordan.

„Ég viðurkenni að þættirnir eru góð afþreying en við vitum, við sem vorum liðsfélagar hans, að 90 prósent af þeim er bull þegar kemur að sannleiksgildinu.“

Sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and co.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“