fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

NASA gefur grænt ljós á mannaða geimferð með SpaceX

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 07:33

Eldflaugaskot SpaceX. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur gefið grænt ljós á að geimfararnir Robert Behnken og Douglas Hurley fari með Dragon geimfari SpaceX út í geim á miðvikudaginn.  Þetta verður sögulegt geimskot því þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 1981 sem NASA prófar nýtt mannað geimfar. Síðast var það geimferjan Columbia sem var prófuð þegar hún fór í fyrstu ferð sína.

Í tilkynningu á Twitter skrifar NASA að undirbúningi geimskotsins sé lokið og að grænt ljós hafi verið gefið á geimskotið. Efasemdir höfðu verið uppi um að af því yrði, sérstaklega vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Bæði Behnken og Hurley eru vanir geimfarar en þeir fóru áður út í geim með geimferjum NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún