fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Ekki spurning um að önnur bylgja COVID-19 ríði yfir – Bara hversu stór hún verður

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. maí 2020 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðildarríki ESB eiga að undirbúa sig undir aðra bylgju af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta segir Andrea Ammon, forstjóri ECDC, sem er sú stofnun ESB sem sinnir sjúkdómum og forvörnum.

Í samtali við The Guardian sagði hún að ESB-ríkin megi reikna með að á þeim skelli önnur bylgja kórónuveirufaraldurs.

„Spurningin er hvenær hún kemur og hversu stór hún verður. Það er spurningin í mínum huga.“

Hún byggir þetta á gögnum ESB-ríkjanna um hversu margir eru taldir hafa smitast af veirunni fram að þessu. Þau sýna að langt er í land að hjarðónæmi náist. Ammon segir að hlutfall smitaðra í aðildarríkjum ESB sé á milli 2 og 14 prósent.

„Þá eru 85 til 95 prósent eftir sem eru viðkvæm fyrir veirunni. Hún er enn á meðal okkar og víðar en í janúar og febrúar. Ég vil ekki draga upp einhverja dómsdagsmynd en ég tel að við eigum að vera raunsæ. Nú er ekki tíminn til að slaka á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi