Í samtali við The Guardian sagði hún að ESB-ríkin megi reikna með að á þeim skelli önnur bylgja kórónuveirufaraldurs.
„Spurningin er hvenær hún kemur og hversu stór hún verður. Það er spurningin í mínum huga.“
Hún byggir þetta á gögnum ESB-ríkjanna um hversu margir eru taldir hafa smitast af veirunni fram að þessu. Þau sýna að langt er í land að hjarðónæmi náist. Ammon segir að hlutfall smitaðra í aðildarríkjum ESB sé á milli 2 og 14 prósent.
„Þá eru 85 til 95 prósent eftir sem eru viðkvæm fyrir veirunni. Hún er enn á meðal okkar og víðar en í janúar og febrúar. Ég vil ekki draga upp einhverja dómsdagsmynd en ég tel að við eigum að vera raunsæ. Nú er ekki tíminn til að slaka á.“