fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Portúgal hættir að taka við sorpi frá öðrum Evrópuríkjum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 15:15

Sorp er víða til ama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgölsk stjórnvöld hafa ákveðið að ekki verði tekið við sorpi frá öðrum Evrópuríkjum það sem eftir lifir árs. Árlega eru mörg hundruð þúsund tonn af sorpi send til landsins vegna þess hversu ódýrt er að meðhöndla það þar.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn landsins kemur fram að ekki verði tekið við meira sorpi til að hægt sé að tryggja að hægt sé að meðhöndla innlent sorp á tryggan hátt í endurvinnslustöðvum og sorphaugum. Yfirvöld hafa þegar komið í veg fyrir innflutning á 246.000 tonnum það sem af er ári.

Greiða þarf 11 evrur fyrir hvert tonn sem er flutt til landsins en það er miklu lægra en meðalverðið í Evrópu sem er 80 evrur fyrir hvert tonn.

Eins og víðar í Evrópu hefur magn sorps aukist í Portúgal eftir að heimsfaraldur kórónuveiru skall á. Þar á meðal er hin ýmsi hlífðarbúnaður sem heilbrigðisstarfsfólk notar og umbúðir utan af heimsendum mat.

Vegna heimsfaraldursins hefur einnig lítið verið hægt að endurvinna sorp því starsfólk endurvinnslustöðva hefur þurft að halda sig heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni