Lögreglan lét nýlega til skara skríða gegn vændishúsinu, sem er í Stokkhólmi, eftir að hafa fylgst með því um langa hríð. Aftonbladet hefur eftir Christian Fröden, sem stýrir þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar mansalsmál, að hjónin hafi hagnast mjög á öðru fólki.
Per Nichols, saksóknari, vildi ekki segja hvaða hlutverki lögreglumaðurinn og eiginkona hans hefðu gegnt í rekstrinum og sagði að yfirheyrslur muni vonandi leiða það í ljós. Að lokum muni það vonandi leiða til að ákæra verði gefin út.
Dómsskjöl, sem Aftonbladet hefur undir höndum, sýna að hjónin hafi hagnast vel á rekstrinum eða um sem svarar til rúmlega 20 milljóna íslenskra króna. Þetta er byggt á áætlunum á grunni gagna sem lögreglan fann í vændishúsinu.
Hjónin voru úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald.