Tilraunir eru hafnar á fólki en vísindamennirnir eru mjög bjartsýnir og hafa látið hafa eftir sér að þeir telji 80% líkur á að bóluefnið muni virka.
AstraZensa segist nú þegar hafa fengið pantanir á 400 milljónum skammta af bóluefninu. Næsta verkefni sé að semja um frekari framleiðslu á efninu „til að tryggja aðgengi að því á alþjóðavísu“. Einnig segir fyrirtækið að fyrstu niðurstöður úr tilraunum á fólki séu væntanlegar innan skamms. Sky skýrir frá þessu.
Ef þær tilraunir ganga vel hefjast fleiri tilraunir í nokkrum löndum. Ef allt gengur að óskum er ætlunin að hafa bóluefni fyrir 30 milljónir Breta tilbúið í september og fyrir 300 milljónir Bandaríkjamanna í október.
Pascal Soriot, forstjóri AstraZeneca, segir að það þurfi að sigrast á veirunni í sameiningu því annars muni hún halda áfram að valda miklum hörmungum og hafa langvarandi áhrif á efnahagslífið og samfélög um allan heim. Allt, sem í mannlegu valdi stendur, verði gert til að þróa bóluefnið hratt og gera það aðgengilegt.
Fyrirtækið hefur fengið einn milljarð Bandaríkjadala frá bandarískum yfirvöldum til þróunar, framleiðslu og afhendingar á bóluefni í haust.