Í samantekt frá sænsku tölfræðistofnuninni SCB kemur fram að 10.458 andlát hafi verið skráð í apríl. Rétt er að hafa í huga að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur herjað á Svíþjóð síðan í mars.
Í apríl 1993 létust 11.057 manns svo fjöldinn í apríl þetta árið er ekki fjarri þeirri tölu. 97.008 létust 1993 og höfðu dauðsföllin ekki verið fleiri á einu ári síðan spænska veikin herjaði.
Ef tölurnar eru skoðaðar hlutfallslega þá voru fleiri dauðsföll í janúar 2000 en í apríl í ár. 2000 var dánartíðnin 110,8 á hverja 100.000 landsmenn. Í apríl í ár var hlutfallið 101,1 á hverja 100.000 íbúa.
Um 3.700 manns hafa látist af völdum COVID-19.