Samkvæmt frétt The Herald Korea þá skipti hann nýlega 80% af nánasta samstarfsfólki sínu í Verkamannaflokknum út og 9 af 11 stjórnarmönnum flokksins fengu sparkið. Miðillinn hefur heimildir fyrir þessu innan suður-kóreska hersins.
Auk þessara hreinsana var leiðtogi leyniþjónustu landsins látinn taka pokann sinn. Af einhverri ástæðu ákvað leiðtoginn einnig að skipta um lífvörð því nánasti lífvörður hans var látinn taka pokann sinn og nýr maður settur í starfið.
Ekki er vitað hvað liggur að baki þessum breytingum og ekki er vitað hvað hinir brottreknu eru nú að gera eða hvort þeir eru yfirhöfuð á lífi en það hefur oft átt sér stað í Norður-Kóreu að þeir sem falla í ónáð séu teknir af lífi.