Bandarísk yfirvöld segja að Matla hafi þrisvar sinnum farið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í mars og apríl til að sækja lausnargjald, sem fjölskyldur mannanna þriggja, höfðu greitt.
Þeim var rænt 28. mars, 13. apríl og 22. apríl. Þeir voru í viðskiptaferðum eða í heimsókn hjá ættingjum í Tijuana sem er Í Mexíkó, nánast samvaxinn við San Diego í Bandaríkjunum. Síðan var hringt í fjölskyldur mannanna, úr mexíkóskum símanúmerum, og þeir krafðir um lausnargjald sem átti að skilja eftir á fyrirfram ákveðnum stað.
Mexíkóska lögreglan fann lík eins mannsins 29. mars, degi eftir að sonur hans hafði skilið tösku með 25.000 dollurum, sem hafði verið krafist í lausnargjald, eftir á salerni á veitingastað í San Ysidro.
Lík annars fannst 14. apríl en daginn áður höfðu ættingjar hans reynt að afhenda konu, sem lögreglan telur að sé Leslie Matla, 25.000 dollara lausnargjald á bifreiðastæði í Norwalk.
Lögreglan í Tijuana bjargaði þriðja manninum eftir að ættingjar hans sneru sér til lögreglunnar og sögðu að honum hefði verið rænt og 20.000 dollara krafist í lausnargjald. Hann fannst á hóteli. Hinum mönnum var einnig haldið þar, áður en þeir voru myrtir, miðað við farsímagögn.
Mexíkóska lögreglan hefur handtekið níu manns vegna málsins.