fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þriðji maðurinn blandast í mál Anne-Elisabeth – Alsaklaus og óafvitandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 05:38

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hvarf Anne-Elisabeth Hagen og morðið á henni (lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt) sé eitt umtalaðasta og ótrúlegasta sakamálið í Noregi á síðari tímum. Málið hefur tekið ýmsar stefnur frá því að Anne-Elisabeth hvarf af heimili sínu þann 31. október 2018 og hefur það á köflum eiginlega frekar líkst handriti að sakamálamynd en raunverulegum atburðum í úthverfi norsku höfuðborgarinnar.

Um helgina kom fram að alsaklaus maður hafi blandast inn í málið til viðbótar við þá tvo sem hafa verið handteknir vegna þess en þó látnir lausir. Þeir handteknu eru Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, og maður um þrítugt sem er sérfræðingur í rafmyntum. Lausnargjaldskrafa var sett fram í upphafi málsins og átti að greiða lausnargjaldið með rafmynt. Lögreglan grunar báða mennina um að eiga aðild að hvarfi Anne-Elisabeth og hugsanlega morði.

Samkvæmt frétt Dagbladet þá hefur netfangið, sem hinir meintu mannræningjar, notuðu til samskipta við Tom Hagen lengi verið ein mikilvægasta vísbending lögreglunnar í málinu. Netfangið var notað til að skrá rafmyntareikning þann sem greiða átti lausnargjaldið inn á og til samskipta við Tom Hagen.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir að netfangið tilheyri alsaklausum manni sem tengist Tom Hagen ekki neitt og heldur ekki hvarfi Anne-Elisabeth. Lögreglan er sögð hafa rakið netfangið til manns sem býr í suðurhluta Noregs. Ekki er annað að sjá en netfanginu hafi verið stolið frá honum af þeim sem þóttust hafa rænt Anne-Elisabeth. Lögreglan hefur rætt við manninn sem vill ekki tjá sig neitt um málið við fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót